fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið ísmót á Hrísatjörn

19. febrúar 2012 kl. 09:31

Opið ísmót á Hrísatjörn

Opið ísmót verður haldið á Hrísatjörn laugardaginn 25. febrúar nk. Keppt verður í Líflands-Tölti og Húsasmiðju-100m skeiði.

 
Skráningar skulu berast á netfangið hringurdalvik@hringurdalvik.net fyrir fimtudagskvöldið 23. febrúar kl. 20. Við skráningu skal koma fram nafn knapa, nafn hests, grein og litur hests.
 
Skráningargjald er 2000 kr. fyrir fyrstu grein, en 1500 kr. á næstu.
 
Skráningargjald þarf að leggja inná kt. 540890-1029, reikn: 1177-26-175 tilvísun ísmót kvittun sendist á hringurdalvik@hringurdalvik.net.
 
Skráning telst ógild þar til greiðsla hefur borist.
 
Mótið hefst kl. 12 og skulu knapar vera mættir kl. 11.30.
 
Nánari upplýsingar hjá Svavari 6624216 eða á hringurdalvik@hringurdalvik.net.
 
Mótanefnd Hrings