miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið hús í hestheimum

2. apríl 2014 kl. 13:00

Opið hús í Hestheimum

Margt um að vera

Í Hestheimum verður helgina 5.-6. Apríl 2014 frá kl. 13.00-18.00 boðið upp á: Kaffi, djús og heimabökuð súkkulaðikaka fyrir alla í boði Hestheima. Teymt undir börnum yngri en 8 ára úti. Leikir í reiðhöllinni, t.d. skeifukast, hjólbarðaboðhlaup og fleira skemmtilegt.

Heimsókn í hesthúsið: gestir fá að kemba hestum, hreinsa úr hófum og klappa hestunum. Heimsókn á sveitabæ; gestir fá að klappa geithafrinum Loka, kisunum Tíu og Tímoníu, tíkinni Týru og hestunum auðvitað. Mögulega verða einnig fleiri dýr á svæðinu!

Frásögn og leiðsögn um álfabyggðir í Hestheimum. Nafnasamkeppni um 2 álfabyggðir í Hestheimum. Vegleg verðlaun í boði: Gisting fyrir 4 með morgunverði og klukkutíma hestaferð.Andvirði verðlaunanna: 46.000 ISK.

Kynning á vikureiðnámskeiðum Hestheima fyrir 8-12 ára börn í júní 2014. Kynning á starfsemi Hestheima: hvatahópar, námskeið fyrir hræddar konur, helgarreiðnámskeið, járningarnámskeið, gisting, veitingastaður, hestaferðir og fleira.

Allir gestir sem vilja, eru leystir út með kveðjugjöf: notaðri skeifu, sem minjagrip um komuna í Hestheima. www.hestheimar.is