miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið hús að Þorleifskoti - video

18. mars 2012 kl. 15:55

Opið hús að Þorleifskoti - video

Tamningamaðurinn og afreksknapinn Sigursteinn Sumarliðason hefur ásamt Árna Sigfúsi Birgissyni komið sér fyrir í nýrri vinnuaðstöðu að Þorleifskoti rétt utan við Selfoss. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta, góð aðstaða er þar til tamningar og hesthúsið rúmar 34 hross.

Eigendur Þorleifskots eru bræðurnir Haraldur og Ólafur Þórarinssynir.

Glaumur og gleði ríkti í gær þegar þeir opnuðu hús sín fyrir gestum eins og meðfylgjandi myndskeið frá Óðni Erni Jóhannssyni  sýnir.