miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið hestaíþróttamót á Sauðárkróki

4. maí 2015 kl. 10:10

Bjarni Jónasson og Roði frá Garði.

Einungis verður riðin forkeppni.

Opið hestaíþróttamót verður haldið á félagssvæði Léttfeta Sauðárkróki sunnudaginn 10. maí og hefst mótið kl. 14 að er fram kemur í tilkynningu frá hestaíþróttaráði UMSS.

"Keppt verður í T1, V1, F1, T2, T7(hægt tölt og frjálsferð).  Athugið að einungis verður riðin forkeppni.

Skráning á netfangið: svala7@hotmail.com fyrir kl: 21:00 á föstudaginn - 8.maí.

Skráningargjald er kr 2.000,- á grein og greiðist á staðnum.  

Við viljum einnig minna á WR-mót í hestaíþróttum sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal 22. – 24. maí. Keppt verður í öllum greinum hestaíþrótta."