mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið gæðingamót Smára og Loga

18. júlí 2016 kl. 17:20

Sóllilja frá Sauðanesi og Þórarinn Ragnarsson

Keppt verður í A og B flokki gæðinga, ungmenna, unglinga og barnaflokki.

 

Opið gæðingamót Smára og Loga verður 23-24 júlí 2016 á Flúðum

Keppt verður í A og B flokki gæðinga, ungmenna, unglinga og barnaflokki.

Einnig verður keppt í 100 m flugskeiði með rafrænni tímatöku og öllum flokkum í tölti T3.  Mótanefnd áskilur sér rétt að fella niður flokka eða sameina sé þátttaka ekki næg.  

Peningaverðlaun í tölti fullorðinna !!

Dagskrá verður birt um leið og skráningu lýkur. 

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com og Velja þarf hmf. Smári sem mótshaldara. Skráningu lýkur kl. 23.59 þriðjudaginn 19 júlí. Hvetjum við fólk til að skrá tímalega til að lenda ekki í vandræðum á síðustu stundu. 

Ekki verður tekið við skráningum eftir auglýstan skráningarfrest.

Skráningargjöld skal millifæra inn á reikning 325-26-39003 kt 431088-1509  og senda skal kvittun á smari@smari.is

Skráningargjöld eru:

• 2000 kr fyrir börn og unglinga í alla flokka

• 2500 kr fyrir ungmenni og fullorðna í gæðingakeppni

• 3500 kr fyrir ungmenni og fullorðna í tölt 

• 2000 kr í flugskeið