þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið Gæðingamót Sleipnis

28. maí 2013 kl. 09:21

Opið Gæðingamót Sleipnis

„Helgina 8-9 júní fer fram opið gæðingamót Sleipnis, mótið verður haldið að Brávöllum Selfossi og hefst á laugardagsmorgun.  Skráning er nú opin  en hún lokar á miðnætti þriðjudaginn 4.júní og fer  hún fram á vefnum og er slóðin á skráningarvefinn eftirfarandi http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add. Fólk fer inn á þessa síðu og velur þar Hestamannafélagið sleipnir og svo opið gæðingamót Sleipnis, tekið skal fram að í yngri flokkum s.s. barna, unglinga og Ungmennaflokk þarf að velja hönd sem riðið er uppá því að í þeim flokkum eru tveir inn á í einu og þeim stjórnað af þul, í A og B-Flokk þarf hinsvegar ekki að velja hönd því þar ríður keppandi sína sýningu einn.

Skráningagjöld eru 3500 krónur fyrir hverja grein.  Fólk getur bæði greitt með kreditkorti og með millifærslu og þarf millifærslan þá að vera búinn að berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 4.júní.

Vonumst til að sjá sem flesta,“segir í tilkynningu frá Sleipni