mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið Gæðingamót á Rangárbökkum

23. júní 2015 kl. 13:19

Daníel Jónsson og Þór frá Votumýri 2

Skráningu lýkur þriðjudaginn 23. júní kl. 23:59.

Gæðingmót Geysis sem er opið gæðingamót verður haldið dagana 26.-28. júní á Rangárbökkum við Hellu samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

 • A-flokkur opinn
 • A-flokkur áhugamanna(í skráningunni F2 annar flokkur).
 • B-flokkur opinn
 • B-flokkur áhugamanna(í skráningunni V2 annar flokkur).
 • C-flokkur (2 hringir, sýna fet, tölt eða brokk, stökk) ætlaður þeim sem eru að hefja sinn keppnisferil í gæðinakeppni.(í skráningunni annað annarflokkur)
 • Ungmennaflokkur
 • Unglingaflokkur
 • Barnaflokkur
 • 100m skeið
 • Tölt T3  18 ára og eldri
 • Tölt T3  17 ára og yngri

Skráningargjald:

 • 5000 kr ungmenni og fullorðnir í gæðingakeppni.
 • 3000 kr í tölt og skeið.
 • frítt fyrir börn og unglinga í gæðingakeppni.

"Skráning er hafin og lýkur þriðjudaginn 23.júní kl 23:59. Skráning fer fram á hmfgeysir.is undir hnappnum skráningarkerfi. Mótanefndin áskilur sér rétt til að sameina eða fella niður flokka sé ekki næg skráning. Ef vandræði koma upp við skráning er hægt að hringja í 8637130 áður en skráningu lýkur," segir í tilkynningu frá stjórn Geysis.