mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið fyrir skráningar á Fjórðungsmót

23. júní 2015 kl. 09:52

Frá úrtöku hestamannafélagsins Freyfaxa. Knaparnir eru Ágúst Marinó og Hans Kjerúlf. Mynd/ismyndir.com

Keppt í opinni stóðhestakeppni þar sem keppendur af öllu landinu geta tekið þátt.

Búið er að opna fyrir skráningar á Fjórðungsmót Austurlands í Sportfeng. Einnig er búið að opna fyrir skráningar kynbótahrossa, samkvæmt tilkynningu frá hestamannafélaginu Freyfaxa.

"Hestamannafélögin sjá sjálf um skráningar í gæðingahluta mótsins og eru knapar beðnir að snúa sér til síns hestamannafélags.Keppt er í nokkrum opnum greinum og þar eru engin lágmörk og keppendur af öllu landinu geta tekið þátt. 

Keppt er í:

  • Tölt opin flokkur T1
  • Tölt áhugamanna T3  (er 2. flokkur í Sportfeng)
  • Tölt ungmenna T3
  • Tölt unglinga T3
  • Tölt barna T3
  • Opin stóðhestakeppni (er skráð sem annað í Sportfeng).
  • 100 metra skeið

Skráningargöld eru:

  • 6.000 kr. fullorðnir
  • 4.500 kr. ungmenni, unglingar og börn
  • 4.000 kr. 100 metra skeið.

Boðið er upp á ræktunarbússýningar á mótinu og kostar skráning fyrir hvert bú 30.000 kr. Skráð er með tölvupósti á jonbjornsson1@gmail.com

Farið er inn á slóðina http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add til að skrá sig.

Skráningarfrestur er til miðnættis föstudaginn 26. júlí.  Lokafrestur til greiðslu skráningargjalda er á hádegi 27. júní og er skráning ekki tekin gild nema að greiðsla hafi borist.

Við hverjum knapa og forráðamenn hrossa að ganga frá skráningum sem fyrst og hlökkum til að hitta ykkur á Stekkhólma."