sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið æskulýðsmót Líflands og Léttis

27. mars 2010 kl. 19:47

Opið æskulýðsmót Líflands og Léttis

Opna æskulýðsmót Líflands og Léttis verður haldið laugardaginn 3. apríl n.k. í Top Reiterhöllinni og byrjar mótið klukkan 10:00. Keppt verður í tölti og fjórgangi. Hjá börnum verður keppt í tölti T8 en hjá ungmennum og unglingum verður keppt í tölti og fjórgangi.

Skráning fer fram í Líflandi Akureyri. Fyrsta skráning er 1000 kr. og síðan 500 kr. á hverja skráningu eftir það. Síðasti  skráningardagur er miðvikudagurinn 31. mars fyrir kl 18:00.

Aðgangseyrir er 500 kr.