laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Önnur kynslóð -

16. júní 2010 kl. 14:11

Önnur kynslóð -

Í hrossaræktinni er markmiðið alltaf að bæta næstu kynslóð á eftir og talað er um að bestu kynbótahestarnir séu þeir sem gefa afkvæmi sem eru betri en þeir sjálfir. Ekki er heldur óalgengt að hestamenn ali af sér efnileg afkvæmi og oft er unga kynslóðin ekki síður góð í hnakknum en sú eldri.

Á ferð um Noreg á dögunum sáum við gott dæmi um þetta, en hinn ungi og bráðefnilegi Isak Stiansson Pedersen gerði sér lítið fyrir og vann bæði tölt og fjórgang í sínum aldursflokki á stóru og sterku hestamóti í Drammen.

Isak er sonur heimsmeistarans Stians Pedersen og Agnesar Helgu Helgadóttur sem einnig hefur gert það gott á keppnisvellinum. Ísak sat hryssuna Lisu fra Jakobsgarden, sem er einmitt undan sjálfum Jarli frá Miðkrika, heimsmeistara í tölti og fjórgangi 2007 og faðir hans sat til sigurs á eftirminnilegan hátt. Ísak er bæði ræktandi og eigandi hryssunnar og verður gaman að fylgjast með þessu framtíðarpari þar sem næsta kynslóð bæði hesta og manna lofar svo sannarlega góðu!

 

Texti: Hulda G. Geirsdóttir, www.fhb.is