þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ómur og Hinrik mæta

14. apríl 2014 kl. 18:52

Fákar og fjör

Stórsýningin Fákar og Fjör 2014 verður haldin á miðvikudagskvöldið þann 16. apríl og hefst sýningin klukkan 19:00.   Forsala aðgöngumiða er í Líflandi og Fákasporti á Akureyri.  Undirbúningur hefur gengið vel og verður sýningin fjölbreytt að vanda.   Margir hafa æft stíft fyrir sýninguna og gaman verður að sjá afraksturinn.   Hinrik Bragason mætir með tvöfaldan Landsmótsigurvegara Óm frá Kvistum.  Stefán Birgir Stefánsson mætir með Gangster frá Árgerði og Magnús Bragi Magnússon með Óskastein frá Íbishóli.  Keppt verður í skeiði í og vegleg verðlaun í boði KEA.    Æskulýðsstarf er í miklum blóma og munu yngri Léttisfélagar koma fram.  Því miður mun Daníel Jónsson ekki mæta eins og eins og kom fram í auglýsingu í síðustu viku og biðjumst við forláts á því að hafa hlaupið á okkur með það.  Í fyrra var bryddað upp á því nýmæli hafa dansleik í Skeifunni félagsheimili Léttismanna í Léttishöllinni að sýningu lokinni og er sá dansleikur innifalinn í miðaverði og opin öllum 18 ára og eldri.