mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ómur og Auður með afkvæmum

26. apríl 2013 kl. 11:25

Ómur og Auður með afkvæmum

Auður frá Lundum er að komast í sitt fyrra form og mætir með afkvæmum sínum á Stóðhestadaginn á morgun laugardag. Honum munu fylgja afkvæmi en mörg spennandi afkvæmi hans eru í þjálfun og það verður gaman að sjá hvort þau kippi ekki í kynið. Auðna frá Höfða móðir hans er sannarlega ein besta ræktunarhryssa landsins, en á dögunum vakti bróðir Auðs Abraham Vilmundarsonur mikla athygli í reiðhallarsýningu í Borgarnesi.

Ómur frá Kvistum hefur bæði unnið A-flokk gæðinga og staðið efstur í 5 vetra flokki stóðhesta á Landsmóti og mun hann mæta með afkvæmum sínum, en elstu afkvæmi hans eru aðeins fimm vetra. Tryppin undan Óm hafa vakið talsverða athygli og munu fylgja honum nokkur þeirra fjögurra og fimm vetra gömul.

Dagskráin byrjar kl.14.00 og verður Jakob Sigurðsson með kennslusýningu í hléinu og Freyja Imsland verður með fyrirlestur um skeiðgenið að sýningu lokinni.