föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ómur frá Kvistum öruggur sigurvegari A-flokks

3. júlí 2011 kl. 15:16

Ómur frá Kvistum öruggur sigurvegari A-flokks

Hinn fasmikli Ómur frá Kvistum og Hinrik Bragason voru öruggir sigurvegarar í lokadagskrálið þessa glæsilega Landsmóts.

Þeir hlutu í einkunn 9,02 fyrir tölt, 9 fyrir brokk, 8,80 fyrir skeið, 8,94 fyrir vilja og 9,16 fyrir fegurð í reið. Lokaeinkunn þeirra var 8,98.

Þá hlaut Hinrik Bragason hina níðþungu Gregesen styttu Landsmótsins í ár en styttan er farandgripur sem veittur er knapa sem þykir vara til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannelga reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests

Álmur frá Skjálg og Sigursteinn Sumarliðason urðu í öðru sæti með lokaeinkunnina 8,68, þar af fengu þeir hæstu einkunn keppenda fyrir skeið, 9,12. Þá hífði sigurvegari B-úrslita, Hnokki frá Þúfum og Mette Mannseth sig upp í þriðja sætið.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1 Ómur frá Kvistum / Hinrik Bragason 8,98 
2 Álmur frá Skjálg / Sigursteinn Sumarliðason 8,68
3 Hnokki frá Þúfum / Mette Mannseth 8,56
4 Sturla frá Hafsteinsstöðum / Hulda Gústafsdóttir 8,54 
5 Ágústínus frá Melaleiti / Daníel Jónsson 8,52
6 Stakkur frá Halldórsstöðum / Sigurbjörn Bárðarson 8,35 
7 Ómur frá Hemlu II / Sigurður Vignir Matthíasson 8,34   
8    Heljar frá Hemlu II / Vignir Siggeirsson 7,86