miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ölnir á norður- og suðurlandi

odinn@eidfaxi.is
15. júlí 2014 kl. 22:16

Ölnir er hæst dæmdi 5 vetra hestur ársins með 8,71 í aðaleinkunn.

Notkunnarstaðir Ölnirs frá Akranesi í sumar.

Gæðingurinn Ölnir frá Akranesi verður áfram í sæðingum í Sandhólaferju fram til 20. ágúst en eftir það verður hann í girðingu á Króki.

Á nýafstöðnu Landsmóti hækkaði Ölnir sig síðan í vor en hann kom inn á Landsmót með einkunnina 8.67 og hækkaði hana í 8.71 og vann þar með sinn flokk! Hann hlaut hvorki meira né minna en 8.93 fyrir hæfileika 5 vetra gamall, þar af 9.5 fyrir vilja og geðslag, 9 fyrir tölt, brokk, stökk, og fegurð í reið, 8.5 fyrir skeið.

Einnig í samvinnu við sæðingastöðina á Dýrfinnustöðum verður boðið upp á að sæða hryssur við Ölni þar.

Verð 155.000 kr með sæðingu .

Nánari upplýsingar í síma:

6919050 - Reynir 8973228 - Ingólfur á Dýrfinnustöðum 6619112 - Guðmar í Sandhólaferju