laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ölnir í Sandhólaferju

odinn@eidfaxi.is
24. maí 2014 kl. 09:50

Ölnir frá Akranesi hlaut 8,67 í aðaleinkunn 5 vetra á Sörlastöðum.

Hlaut 8,85 fyrir hæfileika 5 vetra gamall.

Glæsihesturinn Ölnir fá Akranesi verður í sæðingum í Sandhólaferju í sumar. Ölnir hlaut hvorki meira né minna en 8.85 fyrir hæfileika  í dómi nú í vikunni,  8.39 fyrir byggingu og 8.67 í aðaleinkunn aðeins 5 vetra gamall, þar af 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og 9.5 fyrir vilja og geðslag.

Verð er 155.000 kr með öllu (vsk + sæðing).

IS2009135006 Ölnir frá Akranesi

Örmerki: 352206000062146

Litur: 1554 Rauður/milli- blesótt hringeygt eða glaseygt

Ræktandi: Smári Njálsson

Eigandi: Margrétarhof ehf

F.: IS2002136610 Glotti frá Sveinatungu

Ff.: IS1988165895 Gustur frá Hóli

Fm.: IS1990236610 Sonnetta frá Sveinatungu

M.: IS2000235006 Örk frá Akranesi

Mf.: IS1993187449 Markús frá Langholtsparti

Mm.: IS1976284356 Ösp frá Lágafelli

Mál (cm): 145 – 134 – 139 – 65 – 144 – 37 – 48 – 44 – g6,5 – 31,0 – 19,5

Hófa mál: V.fr.: 9,2 – V.a.: 9,1

Sköpulag: 7,5 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 = 8,39

Hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 7,5 = 8,85

Aðaleinkunn: 8,67

Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0

Sýnandi: Daníel Jónsson