miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ölnir frá Akranesi

24. júní 2019 kl. 22:05

Ölnir frá Akranesi

Er í girðingu rétt við Stokkseyri, hægt að bæta inn á hann hryssum

 

Tvöfaldi Landsmótssigurvegarinn Ölnir frá Akranesi er kominn í girðingu rétt við Stokkseyri þar sem hann sinnir hryssum. Ennþá eru nokkur pláss laus og alltaf hægt að bæta inn á hann.

 

Ölnir sigraði í flokki 5.vetra stóðhesta á Landsmótinu á Hellu 2014 og í flokki 7.vetra stóðhesta og eldri á Landsmótinu á Hólum 2016. Hlaut hann þá sinn hæsta dóm eða 9,09 fyrir hæfileika, 8,43 fyrir sköpulag í aðaleinkunn 8,82. Hlaut hann m.a. 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag. Hann hlaut 9,0 fyrir tölt, brokk, og fegurð í reið.

 

Fyrsti stóðhesturinn undan Ölni kom til dóms í vor, Pensill frá Hvolsvelli, og hlaut hann 8,39 í aðaleinkunn einungis 4.vetra gamall.

Folatollur kostar 165.000 með öllu.

Áhugasamir geta haft samband við Einar Hallsson, sími 893-7389, email: agv@centrum.is eða Björn Harðarson, sími 861-8651, email: holt@emax.is