fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ölnir frá Akranesi mætir í Austvaðsholt

Óðinn Örn Jóhannsson
19. júní 2017 kl. 08:07

Ölnir frá Akranesi hlaut 8,69 í aðaleinkunn 5 vetra hér á LM2014.

Tekið er á móti hryssum 18.-20. júní.

Tvöfaldi Landsmótssigurvegarinn Ölnir frá Akranesi mætir í Austvaðsholt þann 20. júní nk. Ölni þarf vart að kynna, en hann var efstur í bæði 5 vetra flokki stóðhesta árið 2014 og 7 vetra og eldri árið 2016. Hann er með hvorki meira né minna en 9.09 fyrir hæfileika, 8.39 fyrir byggingu og 8.82 í aðaleinkunn. 

Það er engin tilviljun að hryssueigendur hafi hópast undir hann síðustu árin en hann hefur fyljað yfir 100 merar á ári síðustu 3 ár, enda hesturinn einstaklega geðgóður og með frábærar gangtegundir. 

Tekið er á móti hryssum 18.-20. júní.

Verð með öllu er 165.000 kr.Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Reyni (691-9050) eða Röggu (865-0027).