laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öllum boðið í heimsókn í hesthúsin

12. mars 2015 kl. 16:10

Frá skrúðreið á Hestadögum í Reykjavík 2012.

Hestadagar hefjast eftir viku.

Hestadagar hefjast á fimmtudaginn 19. mars, kl 17:00 með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Sama kvöld kl. 19:00 verður keppt í áhugamannadeildinni í Sprettshöllinni.

"Á föstudag og laugardag verða svo opin hús í hesthúsum landsins og hvetjum við alla til að bjóða sínu bæjarfélagi í heimsókn og kynna þeim fyrir þessari glæsilegu skepnu sem íslenski hesturinn er.

Laugardaginn 21. mars, kl. 13:00 verður svo hin víðfræga hópreið um miðbæinn, þar sem hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sameinast og skemmta gestum og gangandi. Svellkaldar konur verða svo kl. 16:30 þann sama dag í Skautahöllinni í Laugardal.

Með hækkandi sól hlýtur vorið að nálgast, en á meðan við bíðum þá er um að gera að stytta sér stundir með frábærum hestaviðburðum," segir í tilkynningu frá LH.