miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Olil og Gústaf í A-úrslit

7. ágúst 2019 kl. 15:30

Gústaf Ásgeir og Sproti frá Innri-Skeljabrekku

Glódís Rún hlaut ekki einkunn og Ylfa Guðrún mætti ekki til leiks.

 

Nú hafa allir keppendur lokið við sýningar í forkeppni í fimmgangi.

Þær leiðinlegu fréttir bárust að Bjarkey frá Blesastöðum 1A, sem Ylfa Guðrún Svafarsdóttir var skráð á í fimmgangi, er hölt og verður því líklega ekki meira með í mótinu.

Þá átti Glódís Rún Sigurðardóttir flotta sýningu á Trausta og hlaut hún í einkunn 6,40. Að lokinni sýningu stóðst Trausti ekki skoðun en þeir starfsmenn mótsins sem skoðuðu Trausta vildu meina að hann væri með nuddsár í munni, þrátt fyrir það að engin sjáanleg blæðing væri til staðar.

Gústaf Ásgeir var síðastur í brautina á Sprota frá Innri-Skeljabrekku en hann átti frábæra sýningu sem skilaði honum fimmta sætinu og sæti í A-úrslitum. Olil heldur fyrsta sætinu að lokinni forkeppni með 7,53 í einkunn en það er frábært að bæði Gústaf og Olil ríði til A-úrslita.

Ríkjandi heimsmeistari í greininni, Frauke Schenzel og Gustur vom Kronshof, fengu 7,57 í einkunn en við dýralæknaskoðun kom í ljós að Gustur væri ágripinn og því fékk einkunnin ekki að standa.

 

Niðurstöður

Fullorðnir

 

Sæti

Knapi

Hestur

Einkunn

1

Olil Amble

Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum

7.5300

2

Caspar Hegardt

Oddi från Skeppargården

7.3300

3

Søren Madsen

Skinfaxi fra Lysholm

7.2300

4

Jón Stenild

Eilífur fra Teglborg

7.1000

5

Gústaf Ásgeir Hinriksson

Sproti frá Innri-Skeljabrekku

7

6

Pierre Sandsten Hoyos

Búi frá Húsavík

6.9300

7

Agnar Snorri Stefánsson

Bjartmar fra Nedre Sveen

6.8700

8

Magnús Skúlason

Valsa från Brösarpsgården

6.8300

9

Vicky Eggertsson

Gandur vom Sperlinghof

6.8000

10

Julie Christiansen

Stormur frá Hemlu

6.7000

11

Silvia Ochsenreiter-Egli

Heljar frá Stóra-Hofi

6.6700

12

Erik Andersen

Farsæll fra Midtlund

6.6300

13

Mara Daniella Staubli

Hlébarði frá Ketilsstöðum

6.5300

14

Katie Sundin Brumpton

Símon frá Efri-Rauðalæk

6.4700

14

Oliver Egli

Birkir frá Vatni

6.4700

16

Marion Duintjer

Kjölur frá Varmalæk

6.4300

17

Thomas Larsen

Garpur frá Kjarri

6.2700

18

Tom Buijtelaar

Hausti van ´t Groote Veld

6.2300

18

Vignir Jónasson

Viking från Österåker

6.2300

20

Anne-Lene Holm

Seifur frá Oddhóli

5.9700

21

Elías Þórhallsson

Hildingur frá Bergi

5.8300

22

Piet Hoyos

Álfsteinn frá Hvolsvelli

5.6700

23

Carina Piber

Hrafnar frá Ragnheiðarstöðum

5.5300

24

Bas Cornielje

Víðir frá Smáhúsum

5.2700

25

Jaap Groven

Djákni frá Flagbjarnarholti

5.2300

26

Mike Adams

Kafteinn frá Kommu

5.1300

 

 

Ungmennaflokkur

 

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

1

Leonie Hoppe

Fylkir vom Kranichtal

6.3300

2

Elsa Teverud

Kopar frá Sunnuhvoli

6.1700

3

Manon de Munck

Liður fra Slippen

6.0700

4

Kerstin Nadegger

Dímon frá Árbakka

6.0300

4

Isa Norén

Hektor från Bråtorps gård

6.0300

6

Brynja Sophie Arnason

Skuggi frá Hofi I

5.9300

7

Nina Borstnar

Spaði frá Hvoli

5.7300

8

Ingrid Sofie Krogsæter

Vigri fra Rørvik

5.5700

9

Nanna Lanzky Otto

Ondrun fra Bøgegården

5.4000

10

Sunniva Halvorsen

Garpur frá Hvoli

5.3000

11

Sarah Rosenberg Asmussen

Baldur vom Hrafnsholt

5.0300

12

Svenja-Lotta Rumpf

Björk frá Hofi I

4.8000

13

Cecile Jacobs

Skoti´s Kyrrð frá Wyler

4.7300

13

Kirsten Valkenier

Litli-Dagur fra Teland

4.7300

15

Laura Roduner

Ólafur vom Lipperthof

4.4700

16

Glódís Rún Sigurðardóttir

Trausti frá Þóroddsstöðum

6.4000

17

Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

Bjarkey frá Blesastöðum 1A

0

 

 

 

Dómaranir sem dæmdu fimmganginn eru  í þessari röð. Stefan Hackauf, Fi Pugh, Nicolai Thye, Pia Andréasson og Ólafur Árnason