sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Olil og Bergur líkleg til ræktunarverðlauna

Jens Einarsson
28. október 2010 kl. 14:43

Prestbær með hæstu meðaleinkunn

Flest bendir til að hrossaræktarbúið Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, bú Bergs Jónssonar og Olil Amble, hljóti ræktunarverðlaun ársins 2010. Frá búinu voru sýnd 21 hross á árinu. Meðalaldur þeirra er 5,33 ár og meðaltal aðaleinkunna 8,05.

Prestbær er með hæsta meðaltal aðaleinkunna, 8,27, en aðeins fjögur sýnd hross, öll undan sömu hryssunni, Þoku frá Hólum. Meðalaldur þeirra er 5,5 ár. Tvö bú eru með lægri meðalaldur en Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, en mun færri hross og lægri meðaleinkunn.

Tekið skal fram að hér er um hreina ágiskun að ræða. Nákvæmar reglur um val á hrossaræktarbúi ársins eru ekki til. Einkunnir, fjöldi sýndra hrossa og aldur er hafður til hliðsjónar, en endanlegt val byggir á mati fagráðs í hrossarækt.

Fagráð í hrossarækt hefur tilnefnt eftirtalin bú til ræktunarverðlauna ársins 2010:

1 Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn.


2 Austurkot, Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir.


3 Árgerði, Magni Kjartansson.


4 Berg, Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir.

5 Efri-Rauðilækur, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ingveldur Guðmundsdóttir, Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir.


6 Flugumýri 2, Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Anna Sigurðardóttir.


7 Hólar í Hjaltadal. Háskólinn á Hólum.


8 Hvoll, Ólafur Hafsteinn Ólafsson og Margré Sigurlaug Stefánsdóttir.

9 Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble.


10 Kvistir, Kristjón Kristjánsson og Günter Weber.


11 Prestsbær, Inga og Ingar Jensen.


12 Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.


13 Ytra-Dalsgerði, Hugi Kristinsson og Kristinn Hugason.


14 Þjóðólfshagi 1, Sigurður Sigurðarson og Sigríður Anna Þórðardóttir.

Hrossaræktarverðlaun ársins 2010 verða afhent á ráðstefnunni Hrossarækt 2010, sem verður haldin í Bændahöllinni 20. nóvember.