laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Olil Amble þjálfar sænska landsliðið -

14. júlí 2010 kl. 16:55

Olil Amble þjálfar sænska landsliðið -

Svíar eru búnir að velja landsliðið sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi.  Þjálfari sænska liðsins í ár er Olil Amble og má búast við að það verði í mörg horn að líta hjá henni að fínpússa liðið fyrir Norðurlandamót.

Aðspurð sagði Olil að starf landsliðsþjálfarans sé að aðstoða og hjálpa þeim sem þurfa á  forsendum hvers og eins. Breiddin í svona liði er svo mikil allt frá því að vera unglingar að byrja sinn alþjóðlega keppnisferil uppí að vera heimsmeistarar. Sumir vilja mikla hjálp en aðrir litla, sumir eru með sína eigin þjálfara sem vinna þá með landsliðsþjálfaranum, bæði að undirbúningi og þegar á mótið er komið, þannig að starfið er margþætt.

 Olil fer til Svíþjóðar næstu daga þar sem liðið hittist æfir í fjóra daga og svo fylgir hún þeim til Finnlands á mótið sjálft.

Þegar Olil er spurð hvort það sé ekki skrýtið að vera komin í „herbúðir andstæðinganna“ vill hún sem minnst gera úr því. „ ég lít ekki þannig á það þó auðvitað er einhver keppni milli landa, en aðalmarkmiðið með þessu er í raun það sama hjá öllum, það er að segja að auka veg íslenska hestsins“ segir Olil að lokum. -hg

Sænka liðið er skipað eftirtöldum knöpum:

 Fullorðnir:

Anna Skúlason  Flugar frá Holtsmúla 

Anne Fornstedt Putti frá Tungu 

Camilla Hed Thor från Järsta 

Guðmundur Einarsson Sproti frá Sjávarborg

Hanna Eriksson Nökkvi frá Efri-Rauðalæk 

Helen Gustafsson Borgfjörð vom Wiesengrund 

Jacquelin Wahlström Hrekkur från Hålåsen 

Jenny Göransson Snerrir frá Bæ 

Johan Häggberg Sigurrós från Lilla Årnebo 

Johanna Elgholm Oddur från Mörtö 

Josefin Birkebro Kjarni vom Wallberg 

Jökull Guðmundsson Feykir från Knutshyttan 

Linnea Vas Kasper frá Tókastöðum

Nina Keskitalo Arður frá Lundum 

 

Til vara: Linda Tommelstad  Flotti frá Dadil 

 

 Ungmenni:

 Albin af Klintberg Nitróglusserin från Hella 

Evelina Berg Brink Segull frá Akrakoti 

Felicia Lindblom Safir vom Lindenhof

Helena K Aðalsteinsdóttir Seth från Nöddegården 

Julia Lindmark Svipur frá Mosfellsbæ 

Linda Antonsson Ísak från Dirhuvud

Sandra Jónsson Ari från Stora Öllstorp 

Lovisa Enblom Töfri från Bolandet 

Til vara:

Ewelina Davidsson Svadilfari från Knutshyttan 

Alexandra Alerius Þokki frá Enni