miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ólíkir styrkleikar ungra hjóna

25. nóvember 2014 kl. 11:22

Bylgja Gauksdóttir undirbýr Vilmund frá Feti fyrir forsíðumyndatöku.

Það er í mörg horn að líta á stóru búi eins og Feti.

Hjónin Ólafur Andri Guðmundsson og Bylgja Gauksdóttir ásamt heiðursverðlaunastóðhestinum Vilmundi frá Feti prýða forsíðu 11. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í dag.

Hjónin ungu eru í viðtali í blaðinu en þau vinna nú saman á hrossaræktarbúinu Feti, þar sem Ólafur tók við stöðu bústjóra eftir Landsmót.

Þrátt fyrir að vera bæði í fremstu röð knapa þá er styrkleiki þeirra og áherslur í tamningu og þjálfun ólíkur. „Það er gott að hafa ólíkan smekk og ólíkar áherslur í reiðmennskunni því að þá er líklegt að annað okkar geti og vilji leysa úr þeim vandamálum sem upp koma. Bylgja hefur verið meira fyrir klárhrossin,“ segir Ólafur m.a. í viðtalinu sem nálgast má rafrænt hér.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.