miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óli í Miðkoti nýr formaður Geysis

1. mars 2011 kl. 09:22

Ólafur Þórisson, Miðkoti í Landeyjum, er nýr formaður Geysis.

Afkoma Geysis góð en svæðið skuldsett

Ólafur Þórisson í Miðkoti í Vestur-Landeyjum er nýr formaður Geysis á Rangárvöllum. Fráfarandi formaður er Ómar Diðriksson, hárgreiðslumeistari á Hellu. Aðrir stjórnarmenn eru Erlendur Árnason, varaformaður, Sigríður Theódóra Kristinsdóttir, gjaldkeri, Hallgrímur Birkisson og Vignir Siggeirsson. Varamenn eru Steinn Másson og Jakobína Valsdóttir.

Félagsstarf í Geysi hefur verið með allmiklum blóma síðastliðin ár. Og þrátt fyrir að svæði þess Rangárbakkar og Rangárhöllin glími við mikinn skuldavanda, þá er afkoma hestamannafélagsins sjálfs góð. Hagnaður á síðasta reikningsári var um tvær milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá fráfarandi formanni. Skuldir Rangárbakka og Rangárhallarinnar eru hins vegar um 100 milljónir samtals.