mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Old heroes" á Heimsmeistaramótinu

27. september 2013 kl. 09:00

Fjalar og Armet kepptu á Hollenska meistaramótinu 1996

Elsta hetjan 32ja vetra eins manns hestur

Dagskrárliðurinn “Old heroes” vakti verðskuldaða athygli á Heimsmeistaramótinu en þar komu saman um 30 gamlir höfðingjar sem höfðu einhvern tímann gert garðinn frægan á heimsmeistaramótum fyrri tíma. Elstur þessara hesta var hinn 32ja ára gamli Fjalar frá Fossvöllum sem hlaut silfur í 5-gangi á HM ´89. Eiðfaxi spjallaði aðeins við Fjalar og eiganda hans, Armet Tujin, en þau hafa fylgst að í 22 ár.

“Ég varð ástfangin af honum um leið og ég sá hann á Heimsmeistaramótinu þegar hann keppti undir Atla Guðmundssyni. Ég gat ekki hætt að hugsa um hann og fór loks til Atla (þótt ég væri eiginlega allt of feimin að tala við hann) og spurði hann hvort Fjalar væri til sölu. Atli sagði að ég væri of sein, hann væri nú þegar seldur.

Viðtalið er hægt að sjá í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622 en einnig fæst Eiðfaxi í öllum helstu hestavöruverslunum. 

 

Hinrik Bragason heldur í Eitill frá Akureyri en þeir urðu heimsmeistarar í skeiði 1993.

 

Hulda Gústafsdóttir og Stefnir sameinast eftir átján ára hlé.

 

Sigurbjörn Bárðarson sést hér með Gordon sinn frá Stóru-Ásgeirsá en saman eru þeir margfaldir heimsmeistarar og heimsmethafar í skeiðgreinum.