miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ólafur Ólafsson kynnir íslenska hestinn í Frakklandi

22. ágúst 2013 kl. 09:09

Ólafur ásamt Einari Öder og Seline Rasmussen, starfsmaður þeirra í Frakklandi.

Markaðsátakið er sagt kosta um 80 milljónir króna og það muni ná yfir nokkur ár.

Ólafur Ólafsson vinnur ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttur og fleirum að markaðssetningu á íslenska hestinum í Frakklandi. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.

Samkvæmt heimildum blaðsins fara um 80 milljónir króna í verkefnið sem muni taka nokkur ár. Ólafur vildi ekki staðfesta töluna í samtali við blaðið en segir verkefnið kosta tugi milljóna sem hann greiði úr eigin vasa. Nokkrir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfsins. 

„Konan mín er úr sveit og við höfum stundað hestamennsku í mörg ár okkur til ánægju. Okkur hefur líka lengi þótt íslenski hesturinn vera einn af demöntum Íslands og Frakkar þurfa að kynnast honum betur,“ segir Ólafur í samtali við Viðskiptablaðið. 

Einar Öder Magnússoni er ráðgjafi Ólafs og eiginkonu hans í verkefninu.

Frétt Viðskiptablaðsins um málið