mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ólafsfirðingar rétta úr kútnum

21. janúar 2011 kl. 11:17

Guðlaugur Magnús Ingasonv á Ólafsfirði.

Komnir aftur í hesthúsin og undirbúa ísmót

Hestamenn Í Ólafsfirði urðu að yfirgefa hesthúsahverfi sitt þegar framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hófust árið 2006. Ármann Ólafsson héraðsdýralæknir sagði í yfirlýsingu um málið að það bryti við lög um dýravernd að halda hross svo stutt frá vinnusvæði, en aðeins eru um 200 metrar frá hesthúsabyggðinni að gangnamunnanum. Nú er framkvæmdum lokið og hestamennskan kominn af stað aftur í firðinum. Ekki nóg með það heldur hefur verið ákveðið að halda ísmót á Ólafsfjarðarvatni  5. febrúar. Guðlaugur Magnús Ingason hestamaður í Ólafsfirði er hugmyndasmiðurinn að þessu móti og segir hann að um stórmót verði að ræða sem beri nafnið Tröllatöltmót Gnýfara, en Gnýfari er hestamannafélagið í Ólafsfirði. Keppt verður í tölti og skeiði og verða peningarverðlaun í boði. Guðlaugur segir jafnframt að þetta sé ekki hægt án stuðnings fyrirtækja í bænum. Hótel Brimnes og Vélsmiðja Ólafsfjarðar styrkja mótið. Á myndinni er Guðlaugur Magnús Ingason á útreiðum í sumar.