þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Október Eiðfaxi inn um lúguna í næstu viku

25. október 2013 kl. 11:55

Forsíða Október Eiðfaxa

Hólaskóli, dýravelferð, umhverfislitir og arfgengir litir...og margt fleira!

 

 

Af mörgu er að taka í 10. tölublaði Eiðfaxa að þessu sinni. Meðal efnistaka eru þessar greinar:

 

Dýrt að nema fræðin:  Allt frá upphafi níunda áratugarins hefur verið boðið upp á nám í tamningu og þjálfun hrossa á Hólum í Hjaltadal. Nú í dag hefur þessi starfsemi fest sig í sessi og eru Hólar einn virtasti skóli íslandshestamennskunnar.  Námið hefur þó alltaf verið talið dýrt og aukakostnaður við það ekki lánshæfur.  En hvað kostar að vera á Hólum?

 

Íslensk hestamennska og dýravelferð:

Hallgerður Hauksdóttir  ritari Dýraverndunarsambands Íslands ritar grein sem fjallar meðal annars um áverka og síauknar kröfur til kynbóta og keppnishrossa.

 

„Ef samtalið um velferð hesta og mannúðlega meðferð þeirra hefði alla tíð verið

eðlilegur hluti af hestamennsku, námi um hestamennsku og innan

atvinnugeirans og það rætt jafn opinskátt og eðlilega og t.d. þróun reiðhnakka

eða kortlagning reiðvega, mætti gefa sér að áherslur væru með eðlilegra móti.“

 

Umhverfislitir og arfgengir litir: Hér skrifa feðginin Páll og Freyja Imsland skemmtilega grein um liti hesta, áhrifa frá umhverfi á þá með mörgum myndum til útskýringa.  Einnig kemur fram að líklega séu litförótt hross til  í arfhreinu ástandi.  En áður var talið að fóstur arfhrein fyrir litförótta erfðavísinum deyi á fósturskeiði.

 

„Skýringin er sú að árið 1979 var sú hugmynd sett fram að

litförótt væri ekki til í arfhreinu ástandi. Þessi hugmynd kom fram í grein í virtu

alþjóðlegu tímariti um erfðir og studdist hún við gögn um belgíska dráttarhesta

í Bandaríkjunum, en gögnin voru gömul, og ef til vill ekki nægilega áreiðanleg.

Lengi hafa verið uppi efasemdir um gildi þessarar greinar. Eitt sem kastar

skugga á trúverðugleika hennar er að í belgískum dráttarhestum er litförótt

mynstur algengt, margir þeirra eru undan tveimur litföróttum, og þekktir

eru kynsælir graðhestar sem gefa einungis litförótt afkvæmi með einlitum

hryssum. Þeir hljóta því að vera arfhreinir.“

 

Blaðinu fylgir einnig viðtal við ræktandann á Besstatöðum á Heggstaðanesi, viðtal við knapann Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur, Gunnar Sturluson formaður Feif viðrar skoðanir sínar, myndir frá Stóðréttum, hvernig skal hirða um hófa, Hestaleigan Laxnes í 45 ár, hæstu kynbótahross ársins og margt fleira.