mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öflugur í úrslitum

2. júlí 2016 kl. 13:40

Gústaf Ásgeir og Póstur

Gústaf Ásgeir og Póstur sigruðu ungmennaflokkinn.

Gústaf Ásgeir og Póstur frá Litla-Dal voru í öðru sæti í ungmennaflokki eftir milliriðil. Úrslitin voru æsispennandi eins og oft áður í þessum flokki. Gústaf Ásgeir og Póstur vinna vel saman og er Gústaf eigendum Pósts afar þakklátur fyrir að treysta honum fyrir klárnum. ,,Ég þurfti að halda haus og einbeitingu allan tímann því þetta var mjög jafnt. En klárinn er magnaður í svona úrslitum enda mikill gæðingur. Rúmur út í eitt og með mjög góðar gangtegundir. Alveg frábær hestur," segir ánægður sigurvegari eftir úrslitin.

Eiðfaxi óskar þeim félögum innilega til hamingju með sigurinn.