mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Of mikill hraði og spenna

19. janúar 2011 kl. 15:24

Jens Iversen

Of mikill hraði og spenna

Jens Iversen formaður FEIF lýsir yfir áhyggjum vegna þess hraða og spennu sem er farinn að einkenna hestaíþróttirnar...

Nefndi hann sem dæmi úrslit í Tölt T1 og sagði síðasta hluta þeirrar keppni minna mest á kappreiðar, slíkur væri hraðinn. Finnst honum miður að hvergi í töltkeppninni skuli hestinum vera leyft að njóta sín á þeim hraða sem hentaði honum og gangtegundinni best. Á hæga töltinu væri riðið það hægt að það væri farið að þvinga hestinn og á í hraðabreytingum og á greiða töltinu væri hraðinn orðinn slíkur að fegurðin væri horfin.
Jens sagði einnig frá upplifun sinni á „World Cup“ mótinu í Danmörku á síðasta ári er tónlistin var svo kraftmikil, hröð og hávær að sýningarnar hefðu kafnað undir henni. Þetta væri ekki rétta andrúmsloftið er menn væru komnir til að sjá fallega reiðmennsku á góðum hestum.