föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Of mikil öfga-öfl í gangi"-

10. mars 2011 kl. 12:53

"Of mikil öfga-öfl í gangi"-

Guðmundur Björgvinsson tók þátt í spjalli Eiðfaxa um breytingar á reglum um beislabúnað í íþróttakeppni er aðalfundur FEIF...

ákvað að banna neðri ól á enskum múl eða skáreimina með stöngum.
„Mér finnst þetta vera röng ákvörðun tekin af kannski ekki mjög reyndum reiðmönnum. Margt af því fólki sem er að fjalla um þessa hluti og greiða atkvæði sitt með eða á móti er reynslulítið hestafólk sem hefur enga faglega þekkingu.
Allir vilja sjá velferð hestsins borgið en það eru of mikil öfga-öfl í gangi að mínu mati. Margt annað ætti frekar að banna en skáreimina. Hálfstangir og „Pelham“ stangir eru miklu frekar á gráu svæði en reimin.
Aðalatriðið sem ekki má gleymast er þó að það er höndin sem ræður mestu um líðan hestsins. Beislabúnaðurinn er jú bara verkfæri sem hægt er að nota „rétt“ eða „rangt“ Ég hef áhyggjur af því að næst verði það íslensku stangirnar sem verði bannaðar“ sagði Guðmundur að lokum.