föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öderinn fyrir besta árangur á Skeiðleikum

21. maí 2015 kl. 13:23

Einar Öder Magnússon var mikill skeiðmaður. Hér leggur hann Þeyr frá Akranesi.

Skeiðfélagið kynnir nýjan verðlaunagrip sem Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir gefa.

Skeiðfélagið mun í sumar nýja verðlaunagripi veita nýjan verðlaunagrip, Öderinn.

"Þau Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir gefa verðlaun til heiðurs Einari Öder Magnússyni sem féll frá í blóma lífsins síðastliðinn vetur. Verðlaunagripirnir hafa hlotið nafnið Öderinn. Eignabikar verður veittur á hverjum skeiðleikum fyrir besta árangur á þeim. Farandbikar verður svo afhentur í lok keppnistímabils fyrir þann knapa sem hæstan stigafjölda hlýtur úr Skeiðleikum sumarsins. Þetta er falleg gjöf sem er ætlað að halda minningu afreksíþróttamannsins Einars Öder Magnússonar á lofti og höfum við hann með okkur í anda þegar öskufljótir gammagæðingar taka til fótanna á Skeiðleikum Sumarsins," segir í tilkynningu frá Skeiðfélaginu.