sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Oddaverji tekur á móti hryssum

29. júlí 2015 kl. 12:35

Oddverji frá Leirubakka

Oddaverji er fyrstu verðlauna Aronssonur.

Enn er hægt að koma hryssum undir stóðhestinn Oddaverja frá Leirubakka, en hann er staðsettur á Kjartansstöðum í Flóa en fer svo í hólf á Leirubakka í Landsveit. Oddaverji er sex vetra, móbrúnn á lit, unmdan Embludótturinni Emstru frá Árbakka og Aroni frá Strandarhöfði. Oddaverji var sýndur í kynbótadómi í vor og fékk fyrstu verðlaun, sýndur af Matthíasi Leó Matthíassyni.

Oddaverji er einnig að byrja að sanna sig sem sífellt vaxandi  keppnishestur, hann hefur einu sinni keppt í fimmgangi og fékk þá 6,83 og svo tók hann í fyrsta skipti þátt í A-flokki gæðinga á Flúðum um  helgina, en þar fékk hann 8,43 og varð annar inn í úrslit og endaði svo sem 3. hestur með 8,46. Hann er léttbyggður, hágengur foli  með góðar grunngangtegundir.

Meðfylgjandi mynd er frá Flúðum um helgina. Upplýsingar um notkun gefa Matthías Leó Matthíasson í síma 8651756 og Anders Hansen í síma 8935046. Sjá einnig kynbótadóm Oddaverja:

IS2009186700 Oddaverji frá Leirubakka
Örmerki: 352206000067296
Litur: 2200 Brúnn/mó- einlitt
Ræktandi: Anders Hansen
Eigandi: Anders Hansen
F.: IS1998184713 Aron frá Strandarhöfði
Ff.: IS1989165520 Óður frá Brún
Fm.: IS1992287057 Yrsa frá Skjálg
M.: IS2001286705 Emstra frá Árbakka
Mf.: IS1996186718 Gellir frá Árbakka
Mm.: IS1987286706 Embla frá Árbakka
Mál (cm): 143 – 131 – 136 – 61 – 142 – 37 – 47 – 44 – 6,6 – 29,0 – 19,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 – V.a.: 8,0
Sköpulag: 7,0 – 8,0 – 7,5 – 8,5 – 8,5 – 6,5 – 8,0 – 7,0 = 7,91
Hæfileikar: 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 = 8,18
Aðaleinkunn: 8,07
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Matthías Leó Matthíasson.