laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Oddsdætur skila gæðingum

6. apríl 2015 kl. 15:43

Oddur frá Selfossi er fæddur árið 1987. Hann skilur eftir sig 402 skráð afkvæmi.

Gammagæðingur með úrvals skeið

Oddur frá Selfossi hefur skilað miklu til hrossaræktarinnar og þá sérstaklega í framræktun. Tveir bestu alhliða hestar landsins eru undan Oddsdætrum. Hæst dæmdi hestur heims, Spuni frá Vesturkoti er undan Stelpu frá Meðalfelli og Trymbill frá Stóra-Ási er undan Nótu frá Stóra-Ási. Ekki nóg með það en Oddur átti Oddur einnig tvo sonarsyni í efstu sætum í B flokki á síðasta Landsmóti, þá Þrumufleyg frá Álfhólum (2.sæti) og Hryn frá Hrísdal (3.sæti). Þeir eru báðir undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum sem sem er hæst dæmda afkvæmi Odds. Þóroddur stóð efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmóti árið 2004 með einkunnina 8,74 (9,04 fyrir hæfileika) sem var hæsta einkunn sem fimm vetra hestur hafði þá fengið. Þóroddur hlaut síðar heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2012.

Oddur frá Selfossi er tekin út í 3. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is