sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Obbinn af afkvæmunum í 1.verðlaun

odinn@eidfaxi.is
30. maí 2014 kl. 14:22

Telma frá Steinnesi, knapi er eigandinn Helga Una Björnsdóttir

Afkvæmi Kiljans fara vel í dómi

Að stóðhesta standi sig vel sem einstaklingar er eitt, en tilgangur þess að dæma einstaka hross er að velja þá bestur til þess að færa stofninn fram.

Þegar álitlegir ræktunargripir eru skoðaðir þá stenst gæðingurinn Kiljan frá Steinnesi vel þá skoðun því að nú hafa átta afkvæmi hans komið til dóms og sex þeirra hlotið 1.verðlana dómi, eitt rétt við mörkin og ein hryssa með 7,87.

Þetta er frábær byrjun hjá Kiljan en hann hlaut hæst 9,07 fyrir kosti og 8,78 í aðaleinkunn.

Einstaklingsdómar eru lítils virði ef afkvæmin standa svo ekki undir væntingum en byrjun afkvæma hans lofar góðu.

Hæst dæmda afkvæmi Kiljans er 5 vetra hryssan Telma frá Steinnesi með 8,38 í aðaleinkunn sýnd af eiganda sínum Helgu Unu Björnsdóttur en Telma er undan 1.verðlauna Gammsdótturinni Sunnu frá Steinnesi sem Helga Una sýndi einnig. Telma fór í 1.verðlaun 4 vetra gömul en hlaut nú 8,07 fyrir sköpulag og  8,58 fyrir kosti. Annað hæsta afkvæmi Kiljans er stóðhesturinn Laxnes frá Lambanesi sem einnig hlaut 1.verðlauna dóm 4 vetra, en hækkaði í ár bæði fyrir sköpulag og kosti. Hann Hlaut 8,00 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir kosti sem gerir 8,25 í aðaleinkunn.