miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt tölublað komið út

20. september 2012 kl. 18:53

Nýtt tölublað komið út

Sjötta tölublað Eiðfaxa er nú komið út í vefútgáfu.

Haustið mótar efnistök og útlit blaðsins að þessu sinni.  Rætt er við menn sem gjörþekkja til stóðrétta, hvort heldur sem er þýðingar frjálsræðisins á afrétti fyrir hrossin, aukin ferðamennsku og viðskipti í stóðréttum eða fyrirkomulag þeirra fyrr og nú.
 
Ársæll Jónsson úrvalsræktandi á Eystra-Fróðholti, betur þekktur sem Sæli í Bakkakoti, er í viðtali. Félagsmál hestamennskunnar eru til umræðu í aðdraganda aðalfunda helstu félagasamtaka og spurt er: Er æskilegt að sameina LH og FHB? Þá má nálgast í blaðinu fræðandi grein um augngalla í vindóttum hrossum, samantekt á kynbótasýningum ársins og viðtal við Benedikt Erlingsson um kvikmyndina Hross sem nú er í vinnslu.
 
Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast sjötta tölublaðið  í vefútgáfunni hér.
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið eidfaxi@eidfaxi.is. Þá munum við opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
 
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.