fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt tölublað Eiðfaxa

4. nóvember 2019 kl. 14:34

7. tölublað Eiðfaxa 2019

Nýjasta tölublað Eiðfaxa fer í dreifingu til áskrifenda nú í vikunni í blaðinu eru fjölbreytt, skemmtileg og fræðandi efnistök

 


Merking blaðsins verður með örlítið breyttu sniði en tekin var ákvörðun um að hætta að plasta blöðin og því verður forsíðan merkt hverjum og einum áskrifanda. Þetta er gert til að minnka plastnotkun sem mest við getum.

Bjarney Anna Þórsdóttir tók forsíðumyndina sem prýðir hið nýja tölublað en hesturinn á myndinni er Taktur frá Vakurstöðum og er hún tekin í Reykjadal við Kambabrún.

Í blaðinu er að finna fjölbreytt efnistök og má nefna.

Samantekt á árangri allra þeirra knapa og ræktunarbúa sem voru tilnefnd í ár í hinum ýmsu flokkum. Viðmikil samantekt um helsta árangur á árinu.

Skemmtilegt viðtal við fjölskylduna í Hestakoti í Írlandi, sem stuðlar að útbreiðslu íslenska hestsins þar í landi. Sandra Marín Stefánsson tók viðtalið en í Hestakoti býr Herdís Reynisdóttir, sem hestamenn kannast vel við, ásamt manni sínum Kevin Moroney og sonum þeirra tveimur.

Kristinn Hugason skrifar fyrstu grein í nýjum greinarflokki sem ber nafnið „Hestur séður með mínum augum“ þar fer hann yfir eiginleika sem dæmdir eru í kynbótadómi hrossa og skrifar niður sínar vangaveltur um sköpulag og hæfileika hrossa.  Í þessari grein tekur hann fyrir eiginleikann höfuð auk þess að renna yfir helstu mælingar á kynbótahrossum.

Anna Guðrún Þórðardóttir vann lokaverkefni sitt frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðið vor. Megin markmið verkefnisins var að lýsa fyrirliggjandi gögnum um framkvæmd línulegs mats í kynbótadómi. Gögnin voru síðan nýtt til að meta notkun dómara á línuleg mati.

Í lok september var keppnisvöllurinn Öder Arena vígður við hátíðlega athöfn á Pur Cheval í Frakklandi. Í nýjasta tölublaði Eiðfaxa er viðtal við aðstandendur Pur Cheval þau Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Ólaf Ólafsson. Tilkoma keppnisvallarins er mikil innspýting í íslandshestamennskuna í Frakklandi.

Í hestasteininn ritar Gísli Guðjónsson ritstjóri og veltir upp kostum og göllum á þeim vægisbreytingum í kynbótadómi sem væntanlegar eru á næsta sýningarári.

Óðinn Örn Jóhannsson fer yfir þau atriði sem gott er að hafa í huga við eftirlit og fóðrun hrossa og ber sú grein titilinn „Þín er ábyrgðin“

Þetta ásamt ýmsu fleiru má finna í nýjasta tölublaði Eiðfaxa.

Áskriftargjaldið hefur verið hækkað lítillega frá því sem var og er nú 1.690 kr m.vsk. Nýjir eigendur Eiðfaxa eru metnaðarfullir og vilja gera allt til þess að hægt sé að halda úti fagtímariti hestamanna, það er von okkar að þessi lítillega hækkun á áskriftargjaldinu hafi ekki stórtæk áhrif á þann mikla áhuga og meðbyr sem okkur hefur verið sýndur á undanförnum misserum. Jólablað Eiðfaxa kemur svo út í byrjun desember en það blað verður glæsileg tvöföld hátíðarútgáfa.

Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á netfangið eidfaxi@eidfaxi.is eða hringja í síma 537-9200

f.h. Eiðfaxa

Gísli Guðjónsson ritstjóri