fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt tölublað Eiðfaxa

28. september 2019 kl. 09:00

Forsíða 6.tbl

Nýjasta tölublað Eiðfaxa er nú komið úr prentun og berst til áskrifanda eftir helgi í því eru fjölbreytt efnistök

 

 

Forsíðu tímaritsins prýðir Einar Hermundsson frá Egilsstaðakoti í Flóahreppi en myndina tók Gissur Guðjónsson.

Í blaðinu er ferðasaga fjallamanna úr Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem leita svæðið inn við Hofsjökul rakinn. Langaleit er þessi fjallferð kölluð og ber nafn með rentu þar sem smalar eru í allt að 12 daga að heiman.

Í blaðinu má finna nýjan lið sem ber nafnið Hestasteinninn. Í hestasteininn gefst þeim, sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri, tækifæri á að rita nafnlausar greinar þar sem hrósa má því sem vel er gert eða deila á það sem betur má fara í hestamennskunni hverju sinni. Að þessu sinni ber þessi liður yfirskriftina „Hvar verður normið til?“

Nú þegar kynbótasýningum er lokið er ljóst hvaða hross eru þau hæst dæmdu í hverjum aldursflokki. Í Eiðfaxa má finna umfjöllun um öll þau hross sem efst standa.

Ítarlegt viðtal er við Tóbías Sigurðsson, sem búsettur er á Akureyri. Hann hefur ferðast mikið um landið á hestum og hefur frá ýmsu fróðlegu að segja. Til að mynda hringferð sinni um landið á hestbaki og auk þess hefur hann riðið á tindana sjö í Eyjafirði, líklega fyrstur manna.

Kristinn Hugason heldur áfram að rita um veðreiðar en nú er komið að þriðja og síðustu greininni í þeim greinaflokki og ber hún heitið „Veðreiðar á Íslandi – frá orðum til athafna“. Þar kemur hann m.a. hvaða verkefni bíða okkar Íslendinga við það að endurvekja veðreiðar með tilheyrandi ávinningi fyrir hestamennskuna.

Valgerður Sigurbergsdóttir er ungur og efnilegur knapi sem hefur náð góðum árangri á síðastliðnum árum. En saga hennar er áhugaverð þar sem hún hefur þurft að hafa fyrir sínu í hestamennskunni.

Þetta ásamt mörgu fleiru má finna í nýjasta tölublaði Eiðfaxa sem má nálgast í lausasölu víða um land, ef þú ert ekki nú þegar orðinn áskrifandi.

Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is  eða hringja í síma 537-9200 og með því tryggja sér eintak af þessu fjölbreytta tímariti. Mánaðaráskrift kostar litlar 1338 krónur.

 

F.h. Eiðfaxa

Gísli Guðjónsson Ritstjóri