miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt tölublað Eiðfaxa

25. júní 2019 kl. 11:12

Forsíða 3.tbl 2019

Nýtt tölublað Eiðfaxa er nú farið í prentun. Blaðið fer í dreifingu til áskrifenda og í lausasölu frá og með morgundeginum. Fjölbreytt efnistök eru í blaðinu.

 

Nýtt tölublað Eiðfaxa er nú farið í prentun. Blaðið fer í dreifingu til áskrifenda og í lausasölu frá og með morgundeginum. Fjölbreytt efnistök eru í blaðinu og má þar nefna.

Fjallað er um Skógarhóla á Þingvöllum. Þar hefur verið lyft grettistaki í aðbúnaði hesta og manna og má segja að um falda perlu sé að ræða, hyggi fólk á ferðalög á hestum eða vilji njóta fallegrar náttúru á friðsælum stað.

Gunnar Sturluson fyrst Íslendingurinn til að gegna embætti forseta FEIF í viðamiklu viðtali um allt sem tengist hestamennsku.

Umfjöllun um áður óþekktan taugasjúkdóm hér á landi, sem greindist á hestabúgarði á Norðurlandi-Vestra.

Nýleg rannsókn um afturfótastöðu hrossa. Reynt er að varpa ljósi á það hvað er rétt afturfótastaða og hver er tenging hennar við fyrirfram ákveðna eiginleika.

Mikið magn af ljósmyndum bæði af mannlífi, hestum og knöpum á íþróttamótum og kynbótasýningum.

Viðamikil umfjöllun um allar kynbótasýningar í vor. Samantekin árangur knapa  og meðaltöl hverrar sýningar.

Þetta og margt fleira má finna í nýjasta tölublaði Eiðfaxa