þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt tölublað Eiðfaxa að koma út

24. júní 2011 kl. 12:09

Nýtt tölublað Eiðfaxa að koma út

Nýtt tölublað Eiðfaxa berst nú frá prentsmiðjunni og flæðir úr því fróðleikur og skemmtilegur lestur eins og endranær.

Meðal efnis er viðtal við Lárus Hannesson formann Gæðingadómarafélags Íslands þar sem farið er yfir dómaramál á Landsmóti en fjórtán dómarar munu vinna við Landsmótið í ár.  Dómararnir meta meðal annars gæði gangtegundanna, uppsetningu sýningarinnar, fas hestsins og framgöngu. „Við erum að leita að þessum kraftmikla, öfluga gæðingi sem gengur auðfúslega, rösklega og kjarkmikið fram,“  segir Lárus meðal annars í viðtalinu. Hann segist vona að störf dómaranna á Landsmótinu eigi eftir að ganga vel: „Það er bara þannig að þegar þarf að meta svona huglægt, þá verða aldrei allir ánægðir. Við vonum að við munum standa undir þeim faglegu kröfum sem eru gerðar til okkar og við munum gera það sem við getum til þess.“

Þá leit Eiðfaxi í heimsókn til tannsmiðsins og hestamannsins Ríkharð Flemming Jenssen sem ræktar hross, þjálfar, ríður út með fjölskyldunni og fer í hestaferðir auk þess sem hann á safn verðlauna fyrri afrek á keppnisbrautinni.

Nýja tölublaðinu fylgir Handbók um Landsmót sem inniheldur gagnlegar og hagnýtar upplýsingar fyrir gesti Landsmótsins í Skagafirði sem brestur á um helgina.

Vefútgáfa blaðsins verður aðgengilegt í dag en blaðið verður komið til áskrifenda strax eftir helgi.