laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt sérblað Viðskiptablaðsins: Hestar og hestamenn

20. maí 2009 kl. 13:32

Í dag hefur göngu sína nýtt sérblað sem fylgir Viðskiptablaðinu, Hestar og hestamenn. Blaðið verður gefið út mánaðarlega og fjallar, eins og nafnið bendir til, um hestamennsku í víðasta skilningi þess hugtaks.

Umfjöllunarefni verða meðal annars reiðmennska og hestamennska almennt, hrossarækt og keppni á hestum, kynbótahross og kynbótasýningar og starfsemi hrossaræktarbúa.

Þá verður fjallað um viðskiptahlið hestamennskunnar, en eins og fram kemur í fyrsta tölublaðinu eru mikil og vaxandi viðskipti tengd henni.

Hestamennska getur verið allt í senn, áhugamál, viðskipti og lífstíll. Hestar og hestamenn munu endurspegla þetta með vandaðri og skemmtilegri umfjöllun um allt sem snýr að hestamennsku.

Ritstjóri Hesta og hestamanna er Jens Einarsson, sem er hestamönnum að góðu kunnur enda hefur hann skrifað um þessi mál um árabil. Mikil áhersla verður lögð á að blaðið verði glæsilegt og prýtt fallegum myndum. Axel Jón Birisson, framleiðslustjóri blaðsins, hefur umsjón með útliti þess, en hann er hestamönnum einnig að góðu kunnur fyrir störf að útgáfumálum í þeirra þágu.

Útgefandi blaðsins er Myllusetur ehf., sem gefur út Viðskiptablaðið.

Útgefandi

_____________________________

Athygli er vakin á því að opnuð hefur verið ný síða á vefnum í tengslum við blaðið Hesta og hestamenn og hægt er að fara inn á hana með því að smella á nafn blaðsins hægra megin í bláu láréttu stikunni hér að ofan.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér. Þá er hægt að kaupa áskrif hér.