mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt og spennandi keppnisform

Óðinn Örn Jóhannsson
6. mars 2019 kl. 16:28

Gróði frá Naustum og Steingrímur Sigurðsson í forkeppni A-flokks gæðinga á Landsmóti 2014.

Gæðingaleika GDLH 9.mars næst komandi.

Gæðingadómarafélag LH og Hestamannafélagið Sprettur halda Gæðingaleika GDLH og Hestamannafélagsins Spretts í Samskipahöllinni 9.mars næst komandi. Hugsunin að baki þessum leikum er að lengja keppnistíma gæðingakeppnina, auka útbreiðslu greinarinnar en í gegnum tíðina hefur sýnileiki og fjöldi gæðingamóta verið mun meiri á árum þegar Landsmót eru haldin.

„Það verður í forgrunni að finna besta hestinn en ekki einblína á tæknileg smávægileg mistök  í reiðmennskunni. Við viljum að sjálfsögðu hafa gott jákvætt samspil manns og hests en að það sé hesturinn sem býr yfir mestu gæðunum sem stendur uppi sem sigurvegari" segir Ágúst Hafsteinsson gæðingadómari og einn að forsvarsmönnum þessa nýja keppnisfyrirkomulags.

Á þessu fyrsta móti þessarar gerðar verður keppt verður í B-flokki opnum, B-flokki áhugamanna, B-flokki ungmenna og barnaflokki.  Riðin verður sérstök forkeppni í öllum flokkum þar sem 2-3 verða inn á í einu. Í B-flokki verður riðið hægt tölt, brokk og greitt tölt og í barnaflokki verður riðið tölt eða brokk og stökk. Taka þarf fram við skráningu upp á hvora hönd skal riðið. „Þetta verður til þess að keppnin mun renna fljótt í gegn og vonandi vera áhorfendum góð skemmtun"

Búið er að ákveða þrjú mót, tvö sunnanlands og eitt fyrir norðan. Á fyrsta mótinu verður eingöngu boðið upp á B-flokk, þann 23.mars verður bæði A-og B-flokkur en fyrirkomulag A-flokks verður þannig að lagt er á skeið í gegn um reiðhöllina og því ekki dæmd niðurtaka og niðurhæging. Á síðasta móti vetrarins verður svo keppt í A-flokki í reiðhöllinni í Spretti.

9.mars Samskipahöllin

B flokkur opinn og áhugamanna

B flokkur ungmenna

Barnaflokkur

23. Mars Svaðastaðahöllinni

B flokkur opinn og áhugamanna

B flokkur ungmenna

A flokkur opinn og áhugamanna

A flokkur ungmenna 

Börn og unglingar

27.april Samskipahöllinni

A flokkur opinn og áhugamanna

A flokkur ungmenna

Unglingaflokkur-

Um er að ræða einstaklingskeppni sem allir sem skráðir eru í hestamannafélag geta tekið þátt. Skráning er opin inn á Sportfengur.com og lýkur á miðnætti 6.mars. Þátttökugjald er  kr 3500. Nánari uppl. veitir Jón Þorberg í síma: 8977076