þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt af nálinni í næsta tölublaði Eiðfaxa

17. september 2019 kl. 14:22

Hestar

Þeir sem vilja tjá skoðanir sínar á því sem fram fer í hestamennskunni geta ritað í hestasteininn

 

Í nýjasta tölublaði Eiðfaxa, sem kemur út í næstu viku, má finna nýjan lið sem ber nafnið Hestasteinninn. Í hestasteininn gefst þeim, sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri, tækifæri á að rita nafnlausar greinar þar sem hrósa má því sem vel er gert eða deila á það sem betur má fara í hestamennskunni hverju sinni.

Það er á ábyrgð ritstjóra blaðsins að ekki sé um meiðyrði að ræða heldur eðlilega gagnrýni á það sem ritað er um hverju sinni.

Við skulum grípa niður í hestasteininn sem mun birtast í nýjasta tölublaðinu.

.....Í dag kveður við öllu alvarlegri tónn í hestamennskunni, glerhörð atvinnumennska, höfuðið í lóð, fótarburður og ekkert kjaftæði. Talað er um markaðsvæn hross með fallega byggingu, fas og fótarburð sem skila ræktendum sínum helst sem mestum hagnaði. Önnur hross eiga vart tilverurétt hjá þeim sem hæst láta. Í þessari vegferð helgar tilgangurinn meðalið og þeir sem stýra þessari vegferð stunda hagsmunapot, hrossakaup á skoðanamyndandi stöðum eins og Landsþingi LH þar sem hagsmunaaðilar tryggja að sín skoðun og stefna verði ofan á. Keppnisfólk og hagsmunaverðir þeirra hafa komið sér fyrir í keppnisnefndum hér heima og annars staðar með þeirri niðurstöðu að keppnin er orðin langdregin og illskiljanleg fyrir tómum áhorfendabrekkum. Flest gagnrýni á þetta kerfi er illa séð. Einstaka nettröll þora að viðra skoðun sína sem jafnan endar á því að þeir fá flesta upp á móti sér en þeir sem eru með réttu skoðanirnar fussa yfir þessum mönnum og vinna að sínum hagsmunum á bakvið tjöldin.......

Þetta og meira til verður í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Þú getur gerst áskrifandi með því að senda póst á eidfaxi@eidfaxi.is eða hringja í síma 537-9200. Mánaðaráskrift kostar litlar 1338 krónur.