þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt kynbótamat

9. október 2019 kl. 11:58

Kynbótasýningar

Hryssur frá Prestsbæ áberandi í toppnum af þeim hrossum sem mætt hafa til kynbótadóms

 

 

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 440.223 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 41.322 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 28.670, Svíþjóð 4.081, Þýskaland 3.262, Danmörk 2.877, Noregur 1.144, Austurríki 301, Finnland 275, Holland 258, Bandaríkin 210, Kanada 118, Sviss 88 og Bretland 38.

Sú spá sem birtist í valpörun  á Worldfeng, verður uppfærð síðar í mánuðinum.

Hæstu stóðhestar, af þeim sem mætt hafa til kynbótadóms, eru núna þeir Fengur från Backome og Óðinn vom Habichtswald báðir með 131 stig í aðaleinkunn kynbótamatins.

Það eru fimm hryssur jafnar á toppnum, af þeim sem mætt hafa til kynbótadóma og þar af eru fjórar frá Prestsbæ. Þessar hryssur eru allar með 133 stig í aðaleinkunn kynbótamatins og eru það þær Þóra, Þrá, Álfamær og Skipting frá Prestsbæ en auk þeirra er það hún Maístjarna från Knutshyttan