mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt kynbótamat

15. júní 2016 kl. 10:50

Arion frá Eystra-Fróðholti hlaut 10,0 bæði fyrir tölt og hægt tölt. Auk þess hlaut hann 9,5 fyrir skeið, vilja/geðslag og fegurð í reið.

Kynbótamatið uppfært fyrir um 400.000 hross.

Rétt áðan lauk útreikningi og innlestri inn í WF á nýju kynbótamati fyrir Landsmótið 2016. Að þessu sinni var kynbótamat reiknað fyrir alls 396.064 hross í gagnagrunni WorldFengs. Fjöldi FIZO/FEIF kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var eftir löndum: Ísland 26.990 kynbótadómar, Svíþjóð 3.485, Danmörk 2.642, Þýskaland 2.621, Noregur 1.030, Finnland 262, Austurríki 257, Holland 211, Bandaríkin 194, Kanada 103, Sviss 70 og Bretland 38 kynbótadómar

 

Efstir stóðhesta fyrir kynbótamat eru Divar frá Lindnas, Vaki fran Osteraker, Arion frá Eystra-Fróðholti, Oliver frá Kvistum og Þórálfur frá Prestsbæ en þeir eru allir með 129 stig. 

Efsta hryssan er Maístjara fra Knutshyttan með 134 stig.