fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt kynbótamat væntanlegt

odinn@eidfaxi.is
9. október 2014 kl. 09:27

Hryssa/Bleikálótt

Útreikningar kynbótamatsins taka nokkra daga.

Samkvæmt frétt á forsíðu Worldfengs hafa frumgögn verið keyrð út úr ættbókinni og vinna við nýtt kynbótamat er hafið. Því er of seint fyrir þá sem vilja fá kynbótamat á folöld fædd í ár að grunnskrá en þau sem grunnskráð verða eftir að frumgögn eru keyrð út fá útreiknað kynbótamat við næsta útreikning.

Fyrsta skrefið í útreiknings kynbótamats er að villuprófa gagnasafnið en í kjölfarið fer eiginlegur útreikningur fram.

Bændasamtökin eru ábyrg fyrir þessum útreikningum en þau gerðu samning við Landbúnaðarháskólan um útreikningin. Það er Dr. Elsa Albertsdóttir, kynbótafræðingur sem sér um útreikninginn.