þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt hestamannafélag nemenda

9. mars 2015 kl. 13:30

Stjórn hestamannafélags FSu. Frá vinstri; Þórólfur Sigurðsson, Berglind Rós Bergsdóttir, Hjördís Björg Viðjudóttir og Ingi Björn Leifsson.

Ætlunin er að hvetja til nýjunga meðal hestamanna.

Hestamannfélag nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands var stofnað í lok janúar. Félagið er stofnað utan um skipulagningu úrtökumóts fyrir framhaldskólamótið í hestaíþróttum og annan félagskap hestamanna innan skólans, en hlutverk þess er að hvetja til allra nýjunga að sögn Þórólfs Sigurðssonar, eins stjórnarmanna félagsins. Til að framfylgja því ætlar félagið að efna til námskeiða og keppna, þar sem verður leitað til fagmanna af landinu öllu.  

Formaður hins nýstofnaða félag er Hjördís Björg Viðjudóttir. Um það bil 30 nemendur stunda nám við hestabraut FSu.