miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt hestadagatal

28. nóvember 2014 kl. 17:10

Myndir eftir Gígju Dögg Einarsdóttur og Helga G. Thoroddsen

Komið er út nýtt og óvenjulega vandað hestadagatal fyrir árið 2015. Dagatalið prýða 12 svart hvítar ljósmyndir sem sýna íslenska hestinn og náttúru Íslands á einstaklega fallegan máta. Dagatalið er í stærðinni A-3 þegar það er upphengt og hægt að skrifa í reiti sem sýna hvern dag ársins. Pappír og prent í dagatalinu er mjög vandað og það hannað þannig að hægt er að rífa myndirnar frá og eiga þær eftir að líftíma dagatalsins lýkur. Dagatalið mun verða til sölu í hestavöruverslunum og nokkrum völdum verslunum á Reykjavíkursvæðinu. Einnig er hægt að panta það beint hjá: (helga@thingeyrar.is), í gegn um heimasíðu Þingeyrabúsins,www.thingeyrar.is eða á Facebook hjá Gígju Dögg Einarsdóttur og Helgu Thoroddsen.