laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt Hestablað út á morgun

27. maí 2013 kl. 15:30

Nýtt Hestablað út á morgun

Meðal efnistaka í nýjasta Hestablaðinu verður fróðlegt viðtal við járningamanninn Jesper Eriksson Eurenius.  Járningafélag Íslands hefur fengið hingað til lands erlenda sérfræðinga til að fræða landann um nýjustu strauma og stefnur í þessum málum. 

Þegar jesper er spurður um íslenska járningarmenn segir hann þá góða fagmenn með gott handbragð „Það eina sem mér finnst áberandi er að þeir þurfa að vera betur tækjum búnir. Eitt grundvallaratriði í járningum er að vera með góð tól og tæki, án þeirra verður verklagið aldrei eins gott og með góðum tólum.“

Hrossin frá Uxahrygg fá sitt pláss í blaðinu, en sú ættarlína hefur víða markað spor.  Í áratugi sóttu tamningamenn og hrossaræktendur efnivið í hross Sveins Böðvarssonar og Guðmundar Gíslasonar á Uxahrygg. Skúli Steinsson uppgötvaði snemma gæði hrossanna frá Uxahrygg. „Ég er búin að eiga mörg hross frá Uxahrygg um dagana og hef ekkert nema gott um þau að segja.  Ég kunni þó betur við hrossin eins og þau voru þegar Guðmundur var og hét. Hann var ágætur reiðmaður og næmur á skepnur. Ræktunarmaður sem þekkti hvern grip upp á hár...“

Einnig má sjá umfjöllun um meistaradeildina, stóðhestadaginn, hátíðina Hestadaga, nýjan veitingastað  á Breiðabólsstað sem sprengir Michelin skalann, skemmtilega barnasíðu,  Listasýninguna Tölt í Berlín, kynbótasýningar og fleira.