þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt fólk í fagráð

9. apríl 2013 kl. 11:41

Nýtt fólk í fagráð

“Á fyrsta stjórnarfundi sínum á nýju ári skipaði Félag hrossabænda nýjan fulltrúa í fagráð í hrossarækt. Gísli Gíslason á Þúfum í Skagafirði lauk fjögurra ára setu sinni um áramót og við tekur Baldvin Ari Guðlaugsson á Efri-Rauðalæk. 

Einnig kemur inn nýr fulltrúi Bændasamtakanna í fagráðið, Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum í Húnaþingi og tekur hún við af Sigurbjarti Pálssyni. 

FHB býður þau Baldvin Ara og Guðnýju Helgu velkomin til starfa,“ segir í frétt á síðu félags Hrossabænda