miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýstofnuð ræktunardeild hjá Sóta

22. mars 2011 kl. 09:33

Fjarki frá Breiðholti á Álftanesi. Knapi Jón Páll Sveinsson.

Folaldasýning og unghrossadómar í apríl

Á félagsfundi í síðustu viku var formlega stofnuð ræktunardeild hjá hestamannafélaginu Sóta á Álftanesi. Áhugi á hrossarækt hefur aukist undarfarin ár og eru fjölmargir Sótafélagar að rækta sín eigin hesta þó enginn hafi verið eins farsæll eins og Gunnar Ingvason í Breiðholti.  Ræktunarhryssa hans, Hrund frá Torfunesi, hefur gefið þrjú 1v. hross m.a. Dögg og Straum frá Breiðholti.


Meðal fyrstu verkefna deildarinnar verður folaldasýning og unghrossadómar á félagssvæði Sóta þann 30.apríl. Von er á a.m.k. 10 folöldum og þegar er búið að útvega folatolla í verðlaun.


Fyrsta stjórn félagsins er þannig skipuð:
Gunnar Karl Ársælsson (frá Arnarstaðakoti)  formaður
Andrés Snorrason (frá Sveinskotii)
Gunnar Ingvason (frá Breiðholti)
Ríkharð B. Björnsson (frá Skammbeinsstöðum 2)
Arnar Ingi Lúðvíksson (frá Búðardal)


Vonandi verður þess ekki langt að bíða að fleiri Sótafélagar feti í fótspor Breiðholtsbóndans og  komi fram með ræktunarhross í fremstu  röð. Og hver veit, nema Sóti geti boðið uppá ræktunarsýningu einhvern tíma þegar reiðhöll verður komin á svæðið?